Hvítur á leik.
Hvítur á leik.
Staðan kom upp í annarri deild Íslandsmóts skákfélaga. Ingvar Þór Jóhannesson (1935) er hér aftur í essinu sínu og tókst honum að leika Tómas Björnsson (2250) grátt. Sá fyrrnefndi hafði hvítt og fékk stórhættuleg sóknarfæri eftir: 19. Hxf5! gxf5 20.

Staðan kom upp í annarri deild Íslandsmóts skákfélaga. Ingvar Þór Jóhannesson (1935) er hér aftur í essinu sínu og tókst honum að leika Tómas Björnsson (2250) grátt. Sá fyrrnefndi hafði hvítt og fékk stórhættuleg sóknarfæri eftir: 19. Hxf5! gxf5 20. Dh4 Hg8 Einnig kom til greina að leika 20... f6 en eftir 21. Bd3 virðist sókn hvíts ekkert lamb að leika við. Framhaldið varð: 21. Bd3 Kg7 22. Bxf5 Dd8 23. Dxh5 Df6 24. Be6! Dd4+ 25. Kh1 Hgf8 26. Bxf7 Dxd2 27. Dg6+ Kh8 28. h3 Hae8 29. Hf5 og svartur gafst upp, enda fátt um fína drætti. Skákin tefldist í heild sinni: 1. e4 c5 2. b3 Rc6 3. Bb2 d6 4. Rc3 Rf6 5. Rge2 e5 6. Rg3 g6 7. Bc4 Bg7 8. O-O O-O 9. Rd5 Rxd5 10. exd5 Re7 11. f4 a6 12. a4 exf4 13. Bxg7 Kxg7 14. Hxf4 Rf5 15. Rxf5+ Bxf5 16. Df3 h5 17. Hf1 Dd7 18. Dg3 Kh8.

Páskaeggjaskákmót Taflfélagsins Hellis verður haldið 2. apríl kl. 17.00 í húsakynnum félagsins, Þönglabakka 1 í Mjódd. Klukkan 20.00, sama dag og stað, verður mánaðarlegt atkvöld félagsins haldið.