BRESKI myndlistarmaðurinn John Isaacs fjallar um eigin verk í LHÍ, Laugarnesvegi 91, á mánudag kl. 12.30. John er breskur myndlistarmaður sem kunnur er á alþjóðavettvangi.

BRESKI myndlistarmaðurinn John Isaacs fjallar um eigin verk í LHÍ, Laugarnesvegi 91, á mánudag kl. 12.30. John er breskur myndlistarmaður sem kunnur er á alþjóðavettvangi. Viðbrögð áhorfenda við verkum hans eru ýmist hlátur eða hrollur en víst er að listamaðurinn leggur mikið upp úr því að hreyfa við fólki, á hvorn veginn sem er. Sýning með verkum hans var opnuð í gær í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi.

Námskeið

Á námskeiði, sem hefst á mánudag, verður kennd vinnsla með "layers" og möskun við samsetningu mynda. Námskeiðið nefnist Myndvinnsla III Photoshop. Kennari er Leifur Þorsteinsson ljósmyndari og umsjónarmaður ljósmyndavers LHÍ. Kennt verður í tölvuveri Listaháskóla Íslands, Skipholti 1.

Á námskeiði, sem hefst 23. apríl, í umbroti prentgripa verða kennd undirstöðuatriði umbrots í QuarkXPress-umbrotsforritinu.. Kennt verður í tölvuveri Listaháskóla Íslands, Skipholti 1. Námskeiðið er grunnnámskeið, ætlað þeim sem hafa grunnþekkingu á tölvum.

Kennari er Margrét Rósa Sigurðardóttir prentsmiður og kennari í grafískri hönnun í LHÍ.