FYRIR skömmu opnaði kassi.is bílasöluvefinn bilakassi.is. Vefurinn er nýr vettvangur fyrir kaupendur og seljendur ökutækja. Á vefnum er að finna auk bílaauglýsinga ýmsar gagnlegar upplýsingar og fróðleik tengdan bílum og bílaviðskiptum.

FYRIR skömmu opnaði kassi.is bílasöluvefinn bilakassi.is. Vefurinn er nýr vettvangur fyrir kaupendur og seljendur ökutækja.

Á vefnum er að finna auk bílaauglýsinga ýmsar gagnlegar upplýsingar og fróðleik tengdan bílum og bílaviðskiptum.

Hægt er að birta allt að 5 myndir í auglýsingu.

Til að auðvelda þeim að nota myndir sem ekki hafa tæki eða þekkingu til, er kassi.is að koma sér upp neti myndatökumanna hringinn í kringum landið, sem taka myndir á stafrænar myndavélar og geta aðstoðað við skráningu auglýsinga.

Auk þessarar þjónustu hefur fyrirtækið útgáfu bílasölublaðsins bilakassi.is annan hvern föstudag. Í blaðinu verða nýjustu nýjustu auglýsingarnar af vefnum. Auglýsingarnar í blaðinu eru birtar auglýsanda að kostnaðalausu.

Blaðið verður til sölu á eitt hundrað krónur á bensínstöðvum Skeljungs, hringinn í kringum landið.

1. tölublaðið kemur út föstudaginn 6. apríl n.k.