ÁRIÐ 1975 unnu Ítalir sinn sætasta sigur á Bandaríkjamönnum í úrlitaleik HM. Bandaríkjamenn tóku snemma forystu í leiknum og höfðu á tímabili 72ja IMPa forskot. En þá fór ítalska stuðvélin í gang og þunnar slemmur voru sagðar og unnar trekk í trekk.

ÁRIÐ 1975 unnu Ítalir sinn sætasta sigur á Bandaríkjamönnum í úrlitaleik HM. Bandaríkjamenn tóku snemma forystu í leiknum og höfðu á tímabili 72ja IMPa forskot. En þá fór ítalska stuðvélin í gang og þunnar slemmur voru sagðar og unnar trekk í trekk. Hér er ein þeirra:

Austur gefur; AV á hættu.

Norður
G732
ÁD10
G8
ÁK72

Vestur Austur
9 Á65
K7642 G8
943 D107652
G1054 86

Suður
KD1084
953
ÁK
D93

Vestur Norður Austur Suður
Swanson Pittala Soloway Franco
-- -- Pass 1 spaði
Pass 2 lauf Pass 2 spaðar
Pass 3 hjörtu Pass 3 grönd
Pass 4 spaðar Pass 4 grönd
Pass 6 spaðar Allir pass

Fjögur grönd Francos er almenn slemmuáskorun, en ekki ásaspurning. Pittala hafði þegar sagt frá öllu sínu, en eitthvað varð að gera til að saxa á þessa 72 IMPa svo hann skaut á slemmu.

Útspil vesturs var smátt hjarta. Tvísvíning kemur til greina, en Franco ákvað að láta drottninguna og treysta á hagstæða lauflegu. Síðan sótti hann spaðaásinn. Soloway gaf einu sinni, en drap svo og spilaði hjartagosa.

Þetta var hagstæð þróun fyrir Franco. Hann tók öll trompin og ÁK í tígli og þvingaði vestur í lokastöðunni með hjartakóng og fjórlitinn í laufi. Tólf slagir, 980 og 11 IMPar til Ítala, þar eð Hamman og Wolff létu geim duga á hinu borðinu.

Leikinn unnu Ítalir á endanum með 25 IMPa mun.