TAL býður viðskiptavinum sínum nú að velja um tvær leiðir til að nota GSM-síma erlendis. Annars vegar er hefðbundin reikiþjónusta. Sú þjónusta stendur viðskiptavinum Tals til boða í 51 landi um allan heim, hjá 92 símafyrirtækjum sem Tal hefur samið við.

TAL býður viðskiptavinum sínum nú að velja um tvær leiðir til að nota GSM-síma erlendis.

Annars vegar er hefðbundin reikiþjónusta. Sú þjónusta stendur viðskiptavinum Tals til boða í 51 landi um allan heim, hjá 92 símafyrirtækjum sem Tal hefur samið við. Notandinn fær þá samband beint í gegnum Tal-símakort sitt og kostnaðurinn færist á reikning hans.

Hins vegar býður Tal svokallað heimskort frá BT Cellnet. Heimskortið er sett í GSM-símann erlendis og næst þá samband í 120 löndum við eitthvert þeirra 269 símafyrirtækja sem BT hefur gert samninga við. Með heimskortinu er tryggt að viðskiptavinir Tals geta verið í öruggu sambandi nánast hvar sem GSM-þjónusta stendur til boða í heiminum, segir í fréttatilkynningu.