Notaleg aðstaða í nýju setustofunni á Heathrow þar sem hægt er m.a. að nærast, lesa og snurfusa sig, hefði kannski lyft brúnum þessa fólks sem sat og beið lengi eftir flugi frá London.
Notaleg aðstaða í nýju setustofunni á Heathrow þar sem hægt er m.a. að nærast, lesa og snurfusa sig, hefði kannski lyft brúnum þessa fólks sem sat og beið lengi eftir flugi frá London.
Á HEATHROW-flugvelli í London gefst farþegum kostur á hvílast og endurnærast í nýrri lúxussetustofu sem staðsett er í flugstöð 3 og kallast Eyjan. Stofan er öllum opin, það gildir einu hvaða flugélagi menn fljúga með eða á hvers konar farmiða.

Á HEATHROW-flugvelli í London gefst farþegum kostur á hvílast og endurnærast í nýrri lúxussetustofu sem staðsett er í flugstöð 3 og kallast Eyjan. Stofan er öllum opin, það gildir einu hvaða flugélagi menn fljúga með eða á hvers konar farmiða. Aðgangseyrir er um 3.000 krónur og aðstaðan er sögð vera fyrsta flokks; góð sturtuaðstaða, ókeypis bar með léttum mat og víni svo dæmi sé tekið, fatahreinsun og skósmiður, en auk þess lestraraðstaða með úrvali tímarita og blaða, gervihnattasjónvarp og aðstaða fyrir fólk úr viðskiptalífinu með krítarkortasímum, faxtæki, netaðgangi, ljósritunarvél og prentara.

Ætlunin er að opna fleiri setustofur á Heathrow í þessum anda en Eyjan er opin alla vikudaga frá kl. fimm á morgnana og til kl. 2 á næturnar.

Börn eru ekki velkomin á Eyjuna og 16-18 ára verða að vera í fylgd með fullorðnum.