INNAN tíðar verða hafnar prófanir á Bretlandi á tæknibúnaði sem kemur í veg fyrir hraðaakstur. Búnaðurinn kallast ISA (Intelligent Speed Adaption), og er komið fyrir undir vélarhlíf bílsins.
INNAN tíðar verða hafnar prófanir á Bretlandi á tæknibúnaði sem kemur í veg fyrir hraðaakstur. Búnaðurinn kallast ISA (Intelligent Speed Adaption), og er komið fyrir undir vélarhlíf bílsins. Búnaðurinn styðst við gervihnattatækni og tekur við boðum frá gervihnöttum sem sjá þegar bíllinn fer inn á svæði þar sem hraði er takmarkaður. Búnaðurinn vinnur með eldsneytistölvu bílsins og dregur sjálfkrafa úr inngjöf þegar þörf er á því að lækka hraðann. Bresk stjórnvöld segja að fyrstu 20 bílarnir með ISA-búnaði verði komnir á göturnar snemma á næsta ári.