BMW, sem eignast Rolls-Royce að fullu og öllu leyti á næsta ári, á eftir að koma hefðbundnum kaupendum þessa virta merkis á óvart, ekki síst með Rolls-Royce sem knúinn verður vetni. Bíllinn verður kynntur á næsta ári með tæknibúnaði eins og t.a.m.
BMW, sem eignast Rolls-Royce að fullu og öllu leyti á næsta ári, á eftir að koma hefðbundnum kaupendum þessa virta merkis á óvart, ekki síst með Rolls-Royce sem knúinn verður vetni. Bíllinn verður kynntur á næsta ári með tæknibúnaði eins og t.a.m. rafstýrðri loftpúðafjöðrun og verður tæknilegt undur. Árið 2005 kemur bíllinn svo með vetnisvélinni. Fyrst verður hann samt boðinn með V12 vél bensínvélinni sem þróuð verður út frá sams konar vél BMW. Helsti keppinauturinn verður Mercedes-Benz Maybach lúxusbíllinn sem væntanlegur er á markað á næsta ári.