AÐDÁUNAR Bandaríkjamanna á því sem breskt er sér nú líka stað í bílum. General Motors hefur ákveðið að næsta kynslóð Onstar leiðsögukerfa fyrirtækisins verði með karlmannsrödd með enskum framburði.
AÐDÁUNAR Bandaríkjamanna á því sem breskt er sér nú líka stað í bílum. General Motors hefur ákveðið að næsta kynslóð Onstar leiðsögukerfa fyrirtækisins verði með karlmannsrödd með enskum framburði. Flest leiðsögukerfi í Bandaríkjunum styðjast við konuraddir með amerískum framburði en GM ætlar sem sé að gefa einnig kost á enskri rödd. Talsmaður fyrirtækisins segir að markaðsrannsóknir sýni að ensk karlmannsrödd höfði mjög til bandarískra bílkaupenda.