NÝR snjótroðari var tekinn í notkun í gær á skíðasvæði Akureyringa í Hlíðarfjalli. Troðarinn, sem er glænýr og ónotaður, er fenginn að láni í þrjár vikur frá Reykjavíkurborg og hefur staðið verkefnalaus í Skálafelli í vetur.

NÝR snjótroðari var tekinn í notkun í gær á skíðasvæði Akureyringa í Hlíðarfjalli. Troðarinn, sem er glænýr og ónotaður, er fenginn að láni í þrjár vikur frá Reykjavíkurborg og hefur staðið verkefnalaus í Skálafelli í vetur. Þar hefur snjóleysi gert það að verkum að svæðið hefur aldrei verið opnað.

Guðmundur Karl Jónsson, umsjónarmaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli, sagði við Morgunblaðið að snjótroðarinn muni koma sér vel því miklar annir verða í fjallinu næstu vikur í tengslum við landsmót skíðamanna, páskahátíðina og loks Andrésar Andar-leikana. Mikið álag verði á þau tæki sem fyrir eru.

"Við ákváðum að slá tvær flugur í einu höggi þannig að þeir í Skálafelli fái reynslu á troðarann sem fjárfest var í og við getum skoðað aðrar tegundir en við höfum verið að nota," sagði Guðmundur Karl.