Úr söngleiknum Syngjandi í rigningunni. F.v. Selma Björnsdóttir, Rúnar Freyr Gíslason, Stefán Karl Stefánsson og Þórunn Lárusdóttir.
Úr söngleiknum Syngjandi í rigningunni. F.v. Selma Björnsdóttir, Rúnar Freyr Gíslason, Stefán Karl Stefánsson og Þórunn Lárusdóttir.
DAGSKRÁ Listaklúbbs Leikhúskjallarans verður helguð söngleikjum og sögu þeirra annað kvöld, mánudagskvöld, kl. 20.30. Dagskráin er í í tengslum við væntanlega frumsýningu Þjóðleikhússins á söngleiknum Syngjandi í rigningunni.

DAGSKRÁ Listaklúbbs Leikhúskjallarans verður helguð söngleikjum og sögu þeirra annað kvöld, mánudagskvöld, kl. 20.30. Dagskráin er í í tengslum við væntanlega frumsýningu Þjóðleikhússins á söngleiknum Syngjandi í rigningunni.

Árni Blandon flytur erindi og bregður upp myndum úr söngleikjum á fyrri hluta aldarinnar. Stefán Baldursson gerir grein fyrir stefnu leikhússins í söngleikjavali.

Leikarar flytja brot úr sýningunni. Heiðursgestur kvöldsins er leikstjóri og danshöfundur sýningarinnar, Kenn Oldfield.