SNJÓFLÓÐ, um 150 metra breitt, féll Norðfjarðarmegin í ofanverðu Oddsskarði skömmu fyrir hádegi í gær. Fólksbíll með fjögurra manna fjölskyldu frá Neskaupstað lenti í jaðri flóðsins en fólkið sakaði ekki.
SNJÓFLÓÐ, um 150 metra breitt, féll Norðfjarðarmegin í ofanverðu Oddsskarði skömmu fyrir hádegi í gær. Fólksbíll með fjögurra manna fjölskyldu frá Neskaupstað lenti í jaðri flóðsins en fólkið sakaði ekki.
Hjónum ásamt tveimur börnum sínum tókst að komast út um glugga bílstjóramegin og forða sér í burtu. Ljóst er að hefðu þau verið fyrr á ferðinni hefði getað farið verr. Bíllinn skemmdist lítið sem ekkert. Vegurinn um Oddsskarð var lokaður fram eftir degi á meðan Vegagerðin ruddi leið í gegnum flóðið.