OLÍUFÉLAGIÐ hf. og Olís hafa ákveðið hækkun á eldsneytisverði í dag, 1. apríl, og í gær var að vænta svipaðra ákvarðana hjá Skeljungi. Olíufélagið hf.

OLÍUFÉLAGIÐ hf. og Olís hafa ákveðið hækkun á eldsneytisverði í dag, 1. apríl, og í gær var að vænta svipaðra ákvarðana hjá Skeljungi.

Olíufélagið hf. segir ástæðu hækkunar nú vera mikla hækkun á gengi Bandaríkjadollars gagnvart íslensku krónunni á síðustu dögum marsmánaðar, þrátt fyrir að heimsmarkaðsverð á olíu hafi lækkað í mánuðinum.

Verð á lítra hækkar um 40 aura í öllum tegundum hjá Olíufélaginu nema svartolíu, sem hækkar um 1 krónu á lítra.

Eftir breytinguna kostar lítrinn af 95 oktana bensíni, miðað við fulla þjónustu á bensínstöðvunum, 96,30 krónur, 98 oktana bensín fer í 101 krónu á lítra og dísilolíulítri frá dælu kostar 46,70 krónur.