GARÐYRKJUFÉLAG Ísland efnir til fræðslufundar í Norræna húsinu mánudaginn 2. apríl kl. 20. Valgerður Jónsdóttir, garðyrkjutæknifræðingur á Akureyri, flytur erindi er hún nefnir: Sáningar og græðlingafjölgun plantna í eldhúsglugganum.

GARÐYRKJUFÉLAG Ísland efnir til fræðslufundar í Norræna húsinu mánudaginn 2. apríl kl. 20.

Valgerður Jónsdóttir, garðyrkjutæknifræðingur á Akureyri, flytur erindi er hún nefnir: Sáningar og græðlingafjölgun plantna í eldhúsglugganum.

Valgerður er kunn fyrir sína ræktun, hún var til margra ára ræktunarstjóri gróðrarstöðvarinnar í Kjarna. Hún hefur ritað greinar um ræktun í blöð og tímarit.

Allir eru velkomnir á fræðsluerindi Valgerðar, aðgangseyrir er 300 krónur.