ÚRSLITAKEPPNIN í mælsku- og rökræðukeppni ÍTR fyrir grunnskóla Reykjavíkur 2001 fer fram í Ráðhúsinu þriðjudaginn 3. apríl, klukkan 19. Þar munu lið Rimaskóla og Réttarholtsskóla takast á.

ÚRSLITAKEPPNIN í mælsku- og rökræðukeppni ÍTR fyrir grunnskóla Reykjavíkur 2001 fer fram í Ráðhúsinu þriðjudaginn 3. apríl, klukkan 19. Þar munu lið Rimaskóla og Réttarholtsskóla takast á. Umræðuefni þessa kvölds verður "Peningarnir skapa hamingjuna" og talar Réttarholtsskóli með og Rimaskóli á móti.

Verðalaunagripir keppninnar eru gefnir af Nýkaup og hlýtur sigurliðið að launum nýjan farandbikar keppninnar og annan til eignar. Liðsmenn beggja liða fá til eignar verðlaunapeninga. Að auki fær sigurliðið bókagjöf frá Eddu-miðlun.

Dómarar hafa valið ,,ræðumann kvöldsins" í öllum keppnum sem fram hafa farið til þessa og munu þeir verða heiðraðir þetta kvöld. Að auki verður kosinn ,,Ræðumaður ÍTR 2001" sem hljóta mun verðlaunagrip að launum.

Mælsku- og rökræðukeppni ÍTR er haldin ár hvert fyrir nemendur 8.-10. bekkjar grunnskólanna í Reykjavík. Í ár hafa tólf skólar tekið þátt í keppninni sem er útsláttarkeppni.