BÍLGREINASAMBANDIÐ hefur opnað heimasíðu á www.bgs.is. Á heimasíðunni er meðal annars hægt að reikna út viðmiðunarverð notaðra bíla á einfaldan og þægilegan hátt.

BÍLGREINASAMBANDIÐ hefur opnað heimasíðu á www.bgs.is. Á heimasíðunni er meðal annars hægt að reikna út viðmiðunarverð notaðra bíla á einfaldan og þægilegan hátt. Reiknivélin er gagnleg öllum sem eiga viðskipti með notaða bíla, jafnt seljendum sem kaupendum. þar sem hægt er með einföldum hætti að reikna út viðmiðunarverð notaðra bíla.

Viðmiðunarverðið er reiknað út frá forsendum þess umboðs sem flytur inn viðkomandi tegund bifreiðar og þarf því ekki að vera hið sama hjá öllum umboðunum. Verðið er reiknað út frá aldri bifreiðar, akstri og afskriftum. Verðið sem kemur upp er þó einungis til viðmiðunar, einstakar bifreiðar geta verið metnar hærra eða lægra eftir ástandi og aukabúnaði. Síðar á þessu ári verður sett inn á heimsíðu Bílgreinasambandsins raunverð á notuðum bílum sem er samantekt á því verði sem bílar seljast á.