Viss framför frá síðustu plötu, heilsteyptara verk og sveitin er hér öryggið uppmálað. Ekki gallalaus en kemst þó vissulega nálægt því.

Viss framför frá síðustu plötu, heilsteyptara verk og sveitin er hér öryggið uppmálað. Ekki gallalaus en kemst þó vissulega nálægt því. Þetta er platan sem leysti "Rammstein-æðið" úr læðingi hérlendis sem erlendis og gamlir sem nýir rokkhundar eiga einfaldlega ekki að geta staðist þær ógnargrípandi rokksmíðar sem hér er að finna. "Sehnsucht", "Engel", "Tier", "Büch Dich" og "Klavier" eru allt prýðisdæmi um þetta.

Og ekki má gleyma hinu frábæra "Alter Mann", sem er hiklaust mesta og besta lagasmíð Rammstein til þessa.