Það er viss list að búa til frambærilega hljómleikaplötu og þessi hér er gott dæmi um feilspor í því ferli.
Það er viss list að búa til frambærilega hljómleikaplötu og þessi hér er gott dæmi um feilspor í því ferli. Tilgangurinn með útgáfunni hefur líkast til verið sá að væta þorsta sífellt fleiri Rammstein-aðdáanda sem biðu óþolinmóðir eftir nýrri hljóðversskífu og um leið að höfða til þess að Rammstein þykir með allra skemmtilegustu tónleikasveitum. En því miður vantar hér sárlega þann kraft sem er að finna á hljóðversplötunum og allur hljómur heldur flatur. Myndbandssnælda/DVD, sem var gefin út samhliða, er þó alger snilld.