Egon Krenz
Egon Krenz
ÁFRÝJUNARDÓMSTÓLL í Frakklandi hefur úrskurðað að hinn uppreisnargjarni bændaleiðtogi José Bové skyldi sitja af sér þriggja mánaða fangelsisdóm fyrir að hafa eyðilagt eitt af útibúum McDonalds-hamborgarastaðakeðjunnar.

ÁFRÝJUNARDÓMSTÓLL í Frakklandi hefur úrskurðað að hinn uppreisnargjarni bændaleiðtogi José Bové skyldi sitja af sér þriggja mánaða fangelsisdóm fyrir að hafa eyðilagt eitt af útibúum McDonalds-hamborgarastaðakeðjunnar. Bové lýsti því þegar yfir að hann myndi áfrýja úrskurðinum til hæstaréttar Frakklands.

Bové hlaut alþjóðlega frægð árið 1999, þegar hann fór fyrir hópi reiðra franskra bænda sem rústuðu McDonalds-stað í Suður-Frakklandi í mótmælaskyni við að Bandaríkjamenn skyldu hafa lagt refsitolla á valdar tegundir fransks ljúfmetis, svo sem Roquefort-ost og gæsalifrarkæfu.