Chevrolet Borrego hugmyndabíllinn gæti verið grunnurinn að nýjum bíl GM og Subaru.
Chevrolet Borrego hugmyndabíllinn gæti verið grunnurinn að nýjum bíl GM og Subaru.
GENERAL Motors og Fuji Heavy Industries, framleiðandi Subaru-bíla, eru í samningaviðræðum um þróun á bíl sem gæti farið í framleiðslu í verksmiðju Subaru í Indiana í Bandaríkjunum árið 2004 eða 2005.

GENERAL Motors og Fuji Heavy Industries, framleiðandi Subaru-bíla, eru í samningaviðræðum um þróun á bíl sem gæti farið í framleiðslu í verksmiðju Subaru í Indiana í Bandaríkjunum árið 2004 eða 2005.

Bíllinn, sem verður blendingur af jeppa og langbaki, fær merki beggja framleiðenda, og myndi hann verða fyrsti ávöxtur af samstarfi fyrirtækjanna tveggja sem hófst í desember 1999. Þá keypti GM 20% hlut í Fuji. GM sýndi fjórhjóladrifinn rallhugmyndabíl á bílasýningunni í Los Angeles á undirvagni Subaru Legacy og með 2ja lítra Subaru vél. Bíllinn kallast Chevrolet Borrego en ekki þykir ljóst að hve miklu leyti hinn sameiginlegi bíll byggist á honum. Altént er víst að bíllinn verður ekki stór og jafnframt að hann verður með fjórhjóladrifi þróuðu af Subaru, sem er eitt helsta aðalsmerki japanska framleiðandans.