SIGRÚN Sigurðardóttir sýnir þessa dagana 20 akrýlmyndir í Skólasafni Hagaskóla en þar hafa verið myndlistarsýningar í allan vetur. Fyrst var sýning Sigrúnar Gísladóttur, Moussu, þá Tryggva Ólafssonar listmálara og loks Hauks Halldórssonar.

SIGRÚN Sigurðardóttir sýnir þessa dagana 20 akrýlmyndir í Skólasafni Hagaskóla en þar hafa verið myndlistarsýningar í allan vetur. Fyrst var sýning Sigrúnar Gísladóttur, Moussu, þá Tryggva Ólafssonar listmálara og loks Hauks Halldórssonar.

Sýning Sigrúnar ber yfirskriftina Tilraunir til tjáningar á hinum fjölbreyttu hliðum lífsins, en myndirnar sýna áhuga hennar á mannlega þættinum og ást hennar á fegurð náttúrunnar.

Sigrún byrjaði að mála fyrir þremur árum og nýlega lauk hún fimm mánaða námskeiði í málun í Amsterdam.

Hún hefur áður sýnt á NLFÍ í Hveragerði og tekið þátt í samsýningu Myndlistarklúbbs Hvassaleitis.

Sýningin í Skólasafni Hagaskóla er opin á skólatíma til 1. maí.