Íslenski draumurinn sló í gegn í bíóhúsum landsins og ætti því að verða vinsælt leigumyndband.
Íslenski draumurinn sló í gegn í bíóhúsum landsins og ætti því að verða vinsælt leigumyndband.
Hús gleðinnar / The House of Mirth Fáguð kvikmyndaaðlögun á samnefndri skáldsögu Edith Wharton, um yfirstéttarkonu í New York sem hafnar hlutskipti sínu.

Hús gleðinnar / The House of Mirth

Fáguð kvikmyndaaðlögun á samnefndri skáldsögu Edith Wharton, um yfirstéttarkonu í New York sem hafnar hlutskipti sínu.

Skotgrafirnar / The Trench ½

Vægðarlaus stríðsmynd sem sýnir blákaldan veruleika skotgrafahernaðarins í fyrri heimsstyrjöldinni.

Bettý hjúkka / Nurse Betty ½

Yndisleg tragikómedía um unga konu sem missir manninn og heldur til Hollywood að leita að stóru ástinni. (H.L.)

Hræðslumynd / Scary Movie ½

Fyndin og fríkuð mynd sem skýtur á hrollvekjur seinustu ára með beittum og grófum húmor. (H.L.)

Sá eini sanni / Den eneste ene ½

Rómantísk gamanmynd eftir bandarísku formúlunni, sem hefði mátt vera frumlegri en er fínasta afþreying. (S.V.)

The Cell

Einstaklega áhrifarík taka og tónlist og tjöldin minnisstæð í sinni súrrealísku fegurð. Kemur inn á nýjar hliðar á fjöldamorðingjaklisjusúpunni en annað er upp og ofan. (S.V.)

Íslenski draumurinn

Íslensk gamanmynd, sem er meinfyndin, hæfilega alvörulaus en þó með báða fætur í íslenska veruleikanum, er komin fram. Alveg hreint afbragðs góð mynd. (H.S.)

Heiða Jóhannsdóttir Ottó Geir Borg Skarphéðinn Guðmundsson