SAMTÖK hafa verið stofnuð í Hvalfjarðarstrandarhreppi gegn lagningu háspennuloftlína í Hvalfirði, skammstafað HH-samtökin. Formaður samtakanna er Reynir Ásgeirsson á Svarfhóli. Frá þessu er greint á vefsíðunni bondi.is.

SAMTÖK hafa verið stofnuð í Hvalfjarðarstrandarhreppi gegn lagningu háspennuloftlína í Hvalfirði, skammstafað HH-samtökin. Formaður samtakanna er Reynir Ásgeirsson á Svarfhóli. Frá þessu er greint á vefsíðunni bondi.is.

Stjórn samtakanna hefur þegar átt fundi með Guðna Ágústssyni landbúnaðarráðherra og Siv Friðleifsdóttur umhverfisráðherra og kynnt þeim stöðu mála hvað varðar væntanlega lagningu Sultartangalínu 3 um þessa sveit svo og hugmyndir og tillögur heimamanna í þessum efnum. Fyrirhugaður er fundur með Valgerði Sverrisdóttur iðnaðarráðherra. Samtökin ætla að kalla til sérfræðinga til að vega og meta þá valkosti sem fyrir liggja.