EINHVERJIR muna sjálfsagt eftir söngkonunni Heiðrúnu Önnu sem söng með sveitinni Cigarette fyrir löngu. Heiðrún fluttist til Bretlandseyja fyrir nokkrum árum og er nú í hljómsveit sem kallast Gloss.
EINHVERJIR muna sjálfsagt eftir söngkonunni Heiðrúnu Önnu sem söng með sveitinni Cigarette fyrir löngu. Heiðrún fluttist til Bretlandseyja fyrir nokkrum árum og er nú í hljómsveit sem kallast Gloss. Gloss gerir út frá Liverpool og komst á samning hjá Nude útgáfunni. Fyrsta dæmið um tónlist sveitarinnar, smáskífan Lonely In Paris, kemur svo út á morgun, en breiðskífan í sumar.