[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti hyggst ekki halda formlega blaðamannafundi í Hvíta húsinu en ætlar að svara spurningum fréttamanna þegar hann kemur fram opinberlega og ræðir við erlenda leiðtoga.

GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti hyggst ekki halda formlega blaðamannafundi í Hvíta húsinu en ætlar að svara spurningum fréttamanna þegar hann kemur fram opinberlega og ræðir við erlenda leiðtoga.

Ari Fleischer, talsmaður Bush, sagði á miðvikudag að forsetinn ræddi nær daglega við fréttamenn og liti á þær samræður sem blaðamannafundi. Hann hygðist ekki efna til fjölmennra funda með blaðamönnum í Austursal Hvíta hússins, þar sem forverar hans héldu marga blaðamannafundi, og þess í stað ræða við þá í minni fundarsal. Fleischer kvaðst telja að almenningi í Bandaríkjunum stæði á sama um hvort Bush ræddi við blaðamenn með formlegum eða óformlegum hætti. "Forsetinn vill hafa ákveðna hluti óformlega," sagði hann. "Mikilvægast er að fólk getur spurt hann spurninga. Það hafa ekki allir forsetar rætt við blaðamenn nánast daglega eins og Bush hefur gert."

Washington. AP.