Blönduósi- Fráveituframkvæmdum austan Blöndu, sem hófust haustið 1999, lýkur nú í sumar.
Blönduósi-
Fráveituframkvæmdum austan Blöndu, sem hófust haustið 1999, lýkur nú í sumar. Að sögn Skúla Þórðarsonar, bæjarstjóra á Blönduósi, eru þessar framkvæmdir þær viðamestu og fjárfrekustu sem bæjarfélagið hefur staðið í hin síðari ár og er gert ráð fyrir því að heildarkostnaður við verkið verði um 100 milljónir króna. Á myndinni má sjá Agnar Braga Guðmundsson hjá Pípulagnaverktökum ehf. vera að rafsjóða lögnina sem mun liggja frá nýbyggðri hreinsistöð og út í Húnafjörð. Auk Pípulagnaverktaka koma að þessu verki Steypustöð Blönduóss og Stígandi hf.