RÁÐSTEFNAN "Kornrækt á Íslandi á nýrri öld" verður haldin í Skagafirði 8. júní næstkomandi.

RÁÐSTEFNAN "Kornrækt á Íslandi á nýrri öld" verður haldin í Skagafirði 8. júní næstkomandi. Félag kornbænda í Skagafirði hafði frumkvæði að ráðstefnunni og fékk til liðs við sig Landsamband kornbænda, Rannsóknarstofnun landbúnaðarins, Bændasamtök Íslands og fleiri.

Á ráðstefnunni koma saman helstu sérfræðingar landsins um kornrækt og fóðrun með korni. Að kvöldi ráðstefnudags verður aðalfundur Landsambands kornbænda haldinn. Áhugafólk um kornrækt og innlenda fóðuröflun er hvatt til að koma á ráðstefnuna, fræðast og auðga umræðuna. Heimasíða ráðstefnunnar er á www.skagafjordur.com/korn, þar er að finna allar nánari upplýsingar um ráðstefnuna.