ÞAÐ var óvanalegur gestur sem heimsótti ábúendur í Árbót í Aðaldal fyrir rúmlega viku en það var brandugla sem flaug inn um gat á hlöðunni og gerði sig heimakomna.

ÞAÐ var óvanalegur gestur sem heimsótti ábúendur í Árbót í Aðaldal fyrir rúmlega viku en það var brandugla sem flaug inn um gat á hlöðunni og gerði sig heimakomna.

Í fyrstu var haldið að hún hefði villst inn, en fuglinn náðist og var gefið inni í bæ og síðan sleppt. Kom hún þá aftur og flaug inn um hlöðuopið öðru sinni og hefur haldið sig þar síðan. Auðvelt hefur verið að ná henni og hafa verið veiddar handa henni mýs sem hún hefur borðað.

Hákon Gunnarsson bóndi í Árbót segir að töluvert sé af uglum í nágrenni Árbótar en yfirleitt hafi þær ekki leitað inn í hús. Ef til vill amar eitthvað að fuglinum en úr hlöðunni vill hún ekki fara, flýgur þar stafna á milli og lætur vel af bústaðnum.

Laxamýri. Morgunblaðið.