GOÐI og Norðlenska, kjötvinnslufyrirtæki KEA, hafa tekið upp formlegar viðræður um samruna fyrirtækjanna, að sögn Jóns Helga Björnssonar, framkvæmdastjóra Norðlenska.
GOÐI og Norðlenska, kjötvinnslufyrirtæki KEA, hafa tekið upp formlegar viðræður um samruna fyrirtækjanna, að sögn Jóns Helga Björnssonar, framkvæmdastjóra Norðlenska. Hann segir að með samruna sé stefnt að aukinni hagkvæmni og ef af verði muni öflugar vinnslur á Akureyri og Húsavík nýtast betur en nú.
Norðlenska varð til með samruna kjötiðnaðarsviðs KEA og Kjötiðjunnar ehf. á Húsavík í fyrra.
Eigendur Goða eru Norðvesturbandalagið (38,5%), Höfn Þríhyrningur (30%) og Kaupfélag Héraðsbúa (20%).