KJARTAN Antonsson, knattspyrnumaður hjá ÍBV , fer að óbreyttu ekki til norska félagsins Haugesund.
KJARTAN Antonsson, knattspyrnumaður hjá ÍBV , fer að óbreyttu ekki til norska félagsins Haugesund. Kjartan stóð sig vel í reynsluleik með félaginu fyrir skömmu en Haugesund prófaði síðan annan varnarmann, Mustapha Sama frá Sierra Leone og hefur gert honum tilboð.

KJARTAN er farinn með Eyjamönnum í æfingabúðir í Portúgal og sagði við Morgunblaðið áður en hann fór að hann hefði ekkert heyrt frá Haugesund . Þjálfari norska liðsins vill reyndar fá að kaupa tvo varnarmenn en stjórnin segir að einungis komi til greina að kaupa einn.

GUN NAR Sigurðsson , fyrrverandi markvörður ÍBV í knattspyrnunni, er genginn til liðs við 3. deildar liðið í Vestmannaeyjum, KFS. Gunnar hefur undanfarin tvö ár varið mark sænska 1. deildar liðsins Brage en flutti aftur heim eftir síðasta tímabil.

VEIGAR Páll Gunnarsson skoraði eitt marka Strömsgodset í sigri, 5:1, á danska 2. deildar liðinu Aars á mánudaginn. Strömsgodset lék síðan við 1. deildar lið Skive á þriðjudag og vann aftur 5:1. Veigar lék aðeins fyrri leikinn og Stefán Gíslason síðari leikinn með Strömsgodset .

KRISTJÁN Brooks og Krist ófer Sigurgeirsson skorðu mörk fyrir Breiðablik, þegar liðið lagði portúgalska liðið Padernese í æfingaleik í Portúgal , 2:0. Kjartan Einarsson fékk að líta rauða spjaldið í leiknum fyrir ítrekuð brot.

ANDREAS Thiel , fyrrverandi landsliðsmarkvörður Þjóðverja í handknattleik ætlar að vera Flensburg-Handewitt til halds og trausts á lokaspretti þýsku deildarinnar. Thiel , sem lék í mörg ár með Dormagen, lagði skóna á hilluna í fyrravor. Meiðsli eru á meðal markvarða Flensburg og því ætlar Thiel að draga fram skóna og vera á bakvakt í næstu leikjum.

SÆNSKU landsliðsmennirnir, Peter Gentzel og Ljubomir Vranjes , leika með HSG Nordhorn í þýska handknattleiknum á næstu leiktíð, en þeir eru nú hjá Granolles á Spáni . Þetta fullyrðir dagblaðið Flensburger Tageblatt í gær. Vranjes er laus undan samningi við spænska liðið í vor en Gentzel á eitt ár eftir og kaupir Nordhorn upp samning hans við Spánverjana.

BELGÍSKA knattspyrnuliðið Anderlecht stefnir að því að fá til sín Nígeríumanninn Ode Thompson frá Harelbeke, þegar Jan Koller fer til Fulham. Thompson, sem er 20 ára, hefur skorað ellefu mörk fyrir lið sitt í vetur í deildarkeppninni.