BÚIÐ er að ákveða leikdaga hjá íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu í undankeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer í Kína árið 2003.

BÚIÐ er að ákveða leikdaga hjá íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu í undankeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer í Kína árið 2003. Íslendingar eru í riðli með Rússum, Spánverjum og Ítölum og er ljóst að íslensku landsliðskvennanna bíður erfitt verkefni því bæði Rússar og Ítalir eiga lið í úrslitakeppni Evrópumótsins sem haldið verður í Þýskalandi í sumar.

Íslenska liðið leikur þrjá leiki í undankeppninni á þessu ári. Tveir fyrstu leikirnir verða hér á landi. Hinn 18. ágúst mæta íslensku konurnar liði Rússa og 8. september koma Ítalir í heimsókn. 30. september mæta Íslendingar svo liði Spánverja á útivelli. Hinn 18. maí á næsta ári verður leikið á móti Rússum ytra, 30. maí koma Spánverjar í heimsókn og síðasti leikur íslenska liðsins verður á móti Ítölum ytra hinn 8. júní.

Efsta þjóðin í riðlinum fer beint áfram í úrslitakeppnina en liðið í 2. sæti mætir annarri þjóð í útsláttarkeppni um laust sæti í úrslitakeppninni. Sú þjóð sem endar í neðsta sæti riðilsins fellur í annan styrkleikaflokk.