[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Godspeed You Black Emperor! - Lift Yr. Skinny Fists Like Antennas to Heaven! "Tónlistin hér er blátt áfram hrífandi og lögin taka sér hægt og bítandi góðan bólstað í tóneyranu...

Godspeed You Black Emperor! - Lift Yr. Skinny Fists Like Antennas to Heaven!

"Tónlistin hér er blátt áfram hrífandi og lögin taka sér hægt og bítandi góðan bólstað í tóneyranu...í samanburði við annað sem út kom í fyrra er þessi plata hiklaust það besta sem út kom í dægurtónlist það árið. Um það skyldi enginn efast." (AET).

Badly Drawn Boy - The Hour of Bewilderbeast

"The Hour of Bewilderbeast er eitt af þessum sjaldgæfu verkum, ein af þessum plötum sem koma til bjargar mögrum árum. David Gough - Badly Drawn Boy - hefur lánast að stimpla sig inn með þeim hætti sem flesta poppara dreymir um." (SG).

Sugababes - One Touch

"One Touch með Sugababes er plata sem kemur í heimsókn til þín inn um bakdyrnar og reynist svo vera velkominn aufúsugestur þegar þú nærð að kynnast henni betur. Lögin eru pottþétt, textarnir flottir, "fílingurinn" svalur, þær eru sætar, syngja flott, allt smellur saman... " (PÓH)

Anastacia - Not that Kind

"Sú hefur rödd! Eftir nokkur ár verður hægt að spyrja fólk: "Hvað varst þú að gera þegar þú heyrðir fyrst Anastaciu syngja?" ... Stjarna er fædd! "Viva La Diva!"" (PÓH)

Dido - No Angel

"Það fer ekki á milli mála að Dido getur sungið ... Miðað við frumraun, er um góðan grip að ræða þegar á heildina er litið og hann er skemmtilegur á að hlusta." (JGG)

At the Drive-in - Relationship of Command

"ÞAÐ ER ekki oft sem tónlist grípur mann þvílíku heljartaki að bæði líkamlegar og andlegar breytingar verða sjáanlegar í fari hlustandans ... Að mínu mati besta plata síðasta árs, fimm stjörnur og ekki orð um það meir!" (BÖS).

Outkast - Stankonia

"Stankonia er stappfull af pælingum, tilraunastarfsemi í allar áttir, laus við klisjur og tískustrauma." (EE)

Arnar Eggert Thoroddsen Birgir Örn Steinarsson Erpur Eyvindsson Jón Gunnar Geirdal Páll Óskar Hjálmtýsson Skarphéðinn Guðmundsson