UNGMENNI, sem söfnuðust saman í samgönguráðuneytinu síðdegis í gær og héldu sig þar í tæplega fjóra tíma, segja ráðuneyti sýna ábyrgðarleysi gagnvart aðstandendum fórnarlamba flugslyssins sem átti sér stað í Skerjafirði í ágúst á síðastliðnu ári.

UNGMENNI, sem söfnuðust saman í samgönguráðuneytinu síðdegis í gær og héldu sig þar í tæplega fjóra tíma, segja ráðuneyti sýna ábyrgðarleysi gagnvart aðstandendum fórnarlamba flugslyssins sem átti sér stað í Skerjafirði í ágúst á síðastliðnu ári.

Ein úr hópnum, Carmen Jóhannsdóttir, greindi frá því að samgönguráðherra hefði kallað ungmennin á sinn fund og rætt stuttlega við hópinn. Honum var afhent plagg þar sem 11,5 milljóna króna greiðslu til Leiguflugs Ísleifs Ottesen er mótmælt og farið fram á að farið sé betur ofan í saumana á rannsókn flugslyssins.

Þegar hafa safnast um 100 undirskriftir vegna plaggsins og heldur hópurinn áfram söfnun undirskrifta.