SAMFYLKINGIN í Hafnarfirði hélt félagsfund mánudagskvöldið 2. apríl, en félagsfundir fara með æðsta vald Samfylkingarinnar.

SAMFYLKINGIN í Hafnarfirði hélt félagsfund mánudagskvöldið 2. apríl, en félagsfundir fara með æðsta vald Samfylkingarinnar. Á fundinum var samþykkt að á félagsfundi í maí liggi fyrir ákvörðun um leið til að velja framboðslista félagsins vegna bæjarstjórnarkosninga næsta vor. Einnig var samþykkt að í október muni liggja fyrir endanlegur framboðslisti Samfylkingarinnar.

Í Samfylkingunni í Hafnarfirði eru um 1.300 félagsmenn. Félagsfundurinn ítrekaði þá afstöðu Samfylkingarinnar að unnið verði með skipulegum og skjótum hætti að mótun framtíðarstefnu varðandi uppbyggingu á þjónustusvæðum og íbúðarbyggð sem sérstaklega henti fyrir eldri Hafnfirðinga.