NÆSTA laugardagskaffi Samfylkingarfélagsins í Reykjavík verður haldið laugardaginn 7. apríl nk. á veitingastaðnum Vegamótum við Vegamótastíg (rétt hjá Máli og menningu).
NÆSTA laugardagskaffi Samfylkingarfélagsins í Reykjavík verður haldið laugardaginn 7. apríl nk. á veitingastaðnum Vegamótum við Vegamótastíg (rétt hjá Máli og menningu). Til umfjöllunar verða málefni unga fólksins í dag, einkum dagvistarmál og húsnæðismál.
Frummælendur verða Bryndís Hlöðversdóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, og Ingvar Sverrisson, fulltrúi í flokksstjórn Samfylkingarinnar. Fundurinn er öllum opinn."