HLUTABRÉF á Dow Jones-markaðnum bandaríska hækkuðu í gær um rúm 402,6 stig eða 4,2% og hafa þau ekki hækkað meira á einum degi síðan í mars í fyrra. Nasdaq-vísitalan hækkaði enn meira eða um 8,9%.
Tvö stórfyrirtæki, tölvufyrirtækið Dell og álsamsteypan Alcoa, sendu í gær í fyrsta skipti í nokkra mánuði frá sér tilkynningu um góðan hagnað.
Er talið að tíðindin hafi aukið mjög vonir manna um að samdrætti í efnahagnum sé að ljúka og þannig ýtt undir hækkun. Sumir sérfræðingar voru þó varkárir og sögðu að fleiri góð tíðindi yrðu að berast á næstunni ef takast ætti að snúa þróuninni við.
New York. AP.