Á LIÐNU vori kastaði Andri Steinn Harðarson , níu ára, flöskuskeyti í sjóinn við Sandgerði. Skeytið var á íslensku með símanúmeri og netfangi Andra. Nýlega barst flöskuskeytið að strönd Norður-Írlands þar sem þrjár telpur fundu það í fjörunni.

Á LIÐNU vori kastaði Andri Steinn Harðarson , níu ára, flöskuskeyti í sjóinn við Sandgerði. Skeytið var á íslensku með símanúmeri og netfangi Andra.

Nýlega barst flöskuskeytið að strönd Norður-Írlands þar sem þrjár telpur fundu það í fjörunni. En það var erfitt að skilja skeytið. Að lokum tókst írskum málfræðingi að leysa gátuna. Þá var hringt í Andra af útvarpsstöð. Það þykir merkilegt hvernig flaskan barst frá Sandgerði með straumnum í kringum Ísland og síðan til Írlands.