Ljúfi! gef mér lítinn koss,
lítinn koss af munni þínum!
Vel ég mér hið vænsta hnoss -
vinur, gef mér lítinn koss!
Ber ég handa báðum oss
blíða gjöf á vörum mínum.
Ljúfi! gef mér lítinn koss,
lítinn koss af munni þínum!
Kossi föstum kveð ég þig,
kyssi heitt mitt eftirlæti,
fæ mér nesti fram á stig -
fyrst ég verð að kveðja þig.
Vertu sæll! og mundu mig,
minn í allri hryggð og kæti!
Kossi föstum kveð ég þig,
kyssi heitt mitt eftirlæti.
Jónas Hallgrímsson