BOGI Pálsson, formaður verslunarráðs, segir að ekki hafi gefist tækifæri til umræðu innan verslunarráðsins um skýrslu samkeppnisráðs um grænmetismarkaðinn.

BOGI Pálsson, formaður verslunarráðs, segir að ekki hafi gefist tækifæri til umræðu innan verslunarráðsins um skýrslu samkeppnisráðs um grænmetismarkaðinn. Hann segir að ávallt sé lögð áhersla á víðtæka umræðu innan ráðsins um þau mál sem verslunarráð ályktar um.

"Við komum örugglega til með að láta þetta mál til okkar taka og munum finna vettvang til þess að fjalla um það alveg á næstunni," segir hann.