Krakkarnir í Rimaskóla hlupu rösklega með kyndilinn í gær.
Krakkarnir í Rimaskóla hlupu rösklega með kyndilinn í gær.
Í GÆR og í dag er hlaupið friðarhlaup í grunnskólum Reykjavíkur. Af því tilefni eru staddir á landinu 11 hlauparar frá 12 Evrópulöndum sem hlaupa með friðarkyndilinn ásamt 3.000 krökkum á aldrinum 10-12 ára úr 26 grunnskólum.

Í GÆR og í dag er hlaupið friðarhlaup í grunnskólum Reykjavíkur. Af því tilefni eru staddir á landinu 11 hlauparar frá 12 Evrópulöndum sem hlaupa með friðarkyndilinn ásamt 3.000 krökkum á aldrinum 10-12 ára úr 26 grunnskólum.

Friðarhlaupið er alþjóðlegt kyndilboðhlaup sem leggur áherslu á þátt einstaklingsins í báráttunni fyrir heimsfriði. Það var friðartrúboðið Sri Chinmoy sem hleypti friðarhlaupinu af stokkunum árið 1987 og hefur alla tíð síðan stuðlað að vexti þess og útbreiðslu. Hefur því og vaxið mjög fiskur um hrygg, verið hlaupið í öllum heimsálfum, yfir 126 þjóðlöndum.

Markmiðið með hlaupinu er að hvetja fólk til umhugsunar um frið í víðasta samhengi, auk þess að efla samkennd og einingu milli manna og þjóða.

Hér á landi hafa yfir 20 þúsund manns tekið þátt í hlaupinu frá upphafi. Síðan 1996 hefur hlaupið verið háð í grunnskólum Reykjavíkur en auk þess hafa nemendur unnið verkefni um frið í tengslum við hlaupið.

Koma erlendu hlauparanna nú tengist Evrópufriðarhlaupinu sem hófst 1. mars síðastliðinn í Lissabon í Portúgal og stefnt er á að verði hlaupið í öllum Evrópulöndum.

Þegar hlaupinu lýkur í dag verður haldin lokaathöfn á hádegi í Laugardalnum og eru friðarsinnar að sjálfsögðu hvattir til að taka þátt í athöfninni.