ÍSLENSKIR aðalverktakar hf. hafa selt Landsbankanum-Fjárfestingu hf. hlutafé í Eignarhaldsfélaginu Alþýðubankanum hf., EFA, að upphæð 50.830.000 krónur og eftir þau viðskipti er eignarhlutur Íslenskra aðalverktaka hf. í EFA samtals 84.125.
ÍSLENSKIR aðalverktakar hf. hafa selt Landsbankanum-Fjárfestingu hf. hlutafé í Eignarhaldsfélaginu Alþýðubankanum hf., EFA, að upphæð 50.830.000 krónur og eftir þau viðskipti er eignarhlutur Íslenskra aðalverktaka hf. í EFA samtals 84.125.575 krónur, eða 6,27% af útgefnu hlutafé. Við kaupin fer samanlagður eignarhlutur Landsbanka Íslands hf. og dótturfélaga í EFA úr 38.454.821 krónum að nafnverði, eða 2,9%, í 89.284.821 krónur að nafnverði, eða 6,7%. Samþykkt var á aðalfundi Eignarhaldsfélagsins Alþýðubankans hf. 4. apríl síðastliðinn útgáfa nýs hlutafjár að upphæð 69.955.574 krónur til lúkningar kaupsamnings við Íslenska aðalverktaka hf. vegna fyrri kaupa EFA á 25,5% hlut í Landsafli hf. Eftir þá hlutafjárútgáfu varð eignarhlutur Íslenskra aðalverktaka hf. í Eignarhaldsfélaginu Alþýðubankanum hf. samtals 10,06%.