Í dag er föstudagur 6. apríl, 96. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Og Móse skrifaði upp kvæði þetta þann hinn sama dag og kenndi það Ísraelsmönnum.

Skipin

Reykjavíkurhöfn: Atla Mar og Ludvig Andersen koma í dag. Arnarfell Bakkafoss og Mánafoss fara í dag.

Hafnarfjarðarhöfn: Ozernica og Vasily Zaytev komu í gær.

Mannamót

Aflagrandi 40. Kl. 14 páskabingó, rjómavöfflur með kaffinu, söngstund með Magnúsi Randruip við hljóðfærið. Allir velkomnir.

Árskógar 4. Kl. 13 opin smíðastofan, kl. 9 hár- og fótsnyrtistofur opnar.

Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böðun, kl. 9 bókband, kl. 9-16 handavinna og fótaaðgerð, kl. 13 vefnaður og spilað í sal. Félagsvist í dag kl. 13.30. Ferð á Þingvöll þriðjudaginn 10. apríl, Komið við í Eden, Hveragerði, á heimleið. Lagt af stað kl. 13. Tilkynnið þátttöku fyrir 9. apríl. Skráning í síma 568-5052.

Eldri borgarar í Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðjud. og fimmtud. kl. 13-16.30, spil og föndur. Pútttímar í íþróttahúsinu á Varmá kl. 10-11 á laugard. Jóga kl. 13.30-14.30 á föstud. í dvalarheimilinu Hlaðhömrum. Uppl. hjá Svanhildi í s. 5868014 kl. 13-16. Tímapöntun í fót-, hand- og andlitssnyrtingu, hárgreiðslu og fótanudd, s. 5668060 kl. 8-16.

Félagsstarf aldraðra, Dalbraut 18-20. Kl. 9 böðun, hárgreiðslustofan og handavinnustofan opin kl. 9.45 leikfimi kl. 13.30 gönguhópur.

Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30.

Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting, kl. 13 "opið hús", spilað á spil.

Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Tréútskurður í Flensborg kl. 13, myndmennt kl. 13, brids kl. 13:30 Sigurbjörn Kristinsson verður með málverkasýningu í Hraunseli fram í maí.

Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Spilað í Kirkjulundi á þriðjudögum kl. 13.30. Fótaaðgerðir mánudaga og fimmtudaga. Ath. nýtt símanúmer, 5656775.

Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan er opin virka daga frá kl. 10-13. Matur í hádeginu. Baldvin Tryggvason verður til viðtals um fjármál og leiðbeiningar um þau mál á skrifstofu FEB nk. miðvikudag 11. apríl-11.30. Panta þarf tíma. Dagana 27.-29. apríl 3ja verður daga ferð á Snæfellsnes. Gististaður: Snjófell á Arnarstapa. Áætlað að fara á Snæfellsjökul. Komið í Ólafsvík, á Hellissand og Djúpalónssand. Einnig verður litið á slóðir Guðríðar Þorbjarnardóttur. Brottför frá Ásgarði, Glæsibæ, 27. apríl kl. 9. Skráning hafin. Silfurlínan opin á mánudögum og miðvikudögum kl. 10-12. Ath. Skrifstofa FEB er opin kl. 10-16. Upplýsingar í síma 588-2111.

Félagsstarfið, Hæðargarði 31. Kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9-12 myndlist, kl. 13 opin vinnustofa, kl. 9.30 gönguhópur, kl. 14 brids.

Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 málm- og silfursmíði, kl. 13 bókband, kl. 9.15 vefnaður.

Hraunbær 105. Kl. 9-12 baðþjónusta og útskurður, kl. 9-17 hárgreiðsla, kl. 9-12.30 bútasaumur, kl. 11 leikfimi og spurt og spjallað. Páskabingó kl. 14. Í kaffitímanun kemur karlakórinn Kátir karlar, veisluhlaðborð.

Hvassaleiti 56-58 . Kl. 9 baðþjónusta og hárgreiðsla, kl. 9-12.30 bútasaumur, kl. 11 leikfimi.

Norðurbrún 1 . Kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9-12.30 útskurður, kl. 10 boccia, kl. 13.30 stund við píanóið.

Vesturgata 7 . Kl. 9 fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15 handavinna, kl. 13 sungið við flygilinn, kl. 14.30 dansað í aðalsal. Sýning á vatnslitamyndum (frummyndum) eftir Erlu Sigurðardóttur úr bókinni "Um loftin blá" eftir Sigurð Thorlacius verður frá 30. mars til 4. maí alla virka daga frá kl. 9-16.30. Allir velkomnir.

Föstudaginn 6. apríl kl. 14 verður sýndur dömufatnaður frá Sissu á Hverfisgötu, kynnir Arnþrúður Karlsdóttir. Dansað undir stjórn Sigvalda. Veislukaffi. Allir velkomnir.

Vitatorg. Kl. 9 smiðjan og hárgreiðsla, kl. 9.30 bókband og morgunstund, kl. 10 leikfimi og fótaaðgerð, kl. 13.30 bingó.

Bridsdeild FEBK, Gjábakka. Spilað kl. 13.15. Allir eldri borgarar velkomnir.

Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan verður á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10.

Gott fólk, gott rölt . Gengið frá Gullsmára 13 kl. 10 á laugardögum.

Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra. Leikfimi í Bláa salnum í Laugardalshöll kl. 10.

Félag fráskilinna og einstæðra. Fundur verður á morgun kl. 21 í Konnakoti, Hverfisgötu 105. Nýir félagar velkomnir. Muni gönguna mánudag og fimmtudag.

Kiwanisklúbburinn Geysir í Mosfellsbæ heldur spilavist í kvöld kl. 20.30 í félagsheimilinu Leirvogstungu. Kaffi og meðlæti.

Ungt fólk með ungana sína . Hitt húsið býður ungum foreldrum (ca 16-25 ára) að mæta með börnin sín á laugardögum kl. 15-17 á Geysir, Kakóbar, Aðalstræti 2. (Gengið inn Vesturgötumegin). Opið hús og kaffi á könnunni, djús, leikföng og dýnur fyrir börnin.

Gigtarfélag Íslands: Gönguferð um Laugardalinn laugardaginn 7. apríl kl. 11 frá húsakynnum félagsins í Ármúla 5. Þægileg klukkutímaganga sem ætti að henta flestum. Einn af kennurum hópþjálfunar gengur með og sér um létta upphitun og teygjur. Allir velkomnir. Ekkert gjald. Nánari upplýsingar í síma 530 3600.

Minningarkort

Minningarkort Landssamtaka hjartasjúklinga fást á eftirtöldum stöðum á Suðurlandi: Í Vestmannaeyjum: hjá Axel Ó. Láruss. skóverslun, Vestmannabraut 23, s. 481-1826. Á Hellu: Mosfelli, Þrúðvangi 6, s. 487-5828. Á Flúðum: hjá Sólveigu Ólafsdóttur, Versl. Grund, s. 486-6633. Á Selfossi: í versluninni Íris, Austurvegi 4, s. 482-1468 og á sjúkrahúsi Suðurlands og heilsugæslustöð, Árvegi, s. 482-1300. Í Þorlákshöfn: hjá Huldu I. Guðmundsdóttur, Oddabraut 20, s. 483-3633.

Minningarkort Landssamtaka hjartasjúklinga fást á eftirtöldum stöðum á Reykjanesi. Í Grindavík: í Bókabúð Grindavíkur, Víkurbraut 62, s. 426-8787. Í Garði: Íslandspósti, Garðabraut 69, s. 422-7000. Í Keflavík: í Bókabúð Keflavíkur, Pennanum, Sólvallagötu 2, s. 421-1102 og hjá Íslandspósti, Hafnargötu 89, s. 421-5000. Í Vogum: hjá Íslandspósti b/t Ásu Árnadóttur, Tjarnargötu 26, s. 424-6500, í Hafnarfirði: í Bókabúð Böðvars, Reykjavíkurvegi 64, s. 565-1630 og hjá Pennanum-Eymundssyni, Strandgötu 31, s. 555-0045.

Minningarkort Landssamtaka hjartasjúklinga fást á eftirtöldum stöðum í Reykjavík : Skrifstofu LHS, Suðurgötu 10, s. 552-5744, 562-5744, fax 562-5744, Laugavegs Apóteki, Laugavegi 16, s. 552-4045, hjá Hirti, Bónushúsinu, Suðurströnd 2, Seltjarnarnesi, s. 561-4256.

(5. Mós. 31, 22.)