GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráðherra segir að það sé ekki í sínum verkahring að svara orðum Finns Árnasonar, framkvæmdastjóra Hagkaups, í Morgunblaðinu um að íslenskir skattgreiðendur greiði tugi milljóna í verndartolla til að vernda hagsmuni þessa eina...

GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráðherra segir að það sé ekki í sínum verkahring að svara orðum Finns Árnasonar, framkvæmdastjóra Hagkaups, í Morgunblaðinu um að íslenskir skattgreiðendur greiði tugi milljóna í verndartolla til að vernda hagsmuni þessa eina aðila sem á Íslandi rækti sveppi,

"Í fyrsta lagi stjórna ég engu í þessu máli. Ég stjórna hvorki smásölu, heildsölu né framleiðslunni. Ég held auðvitað hér utan um mál varðandi alþjóðasamninga en ég stýri ekki samkeppninni í landinu. Það verður þá bara að búa til annað fyrirtæki á þessu sviði. Það er einnig opinn innflutningur á þessari vöru. Ég stýri ekki samkeppni í íslenskum landbúnaði en mér ber skylda til að fara eftir alþjóðasamningum hvað varðar GATT-samkomulagið. Það er því við aðra að eiga í þessu máli," segir Guðni.

Guðni hefur farið þess á leit við Samkeppnisstofnun að hún skoði verðmyndun á rauðri papriku. "Ég bað stofnunina um að útlista fyrir mig hvernig skiptingin væri á milli aðilanna fyrir og eftir 15. mars. Ég bíð bara eftir þeirra snöggu viðbrögðum," segir Guðni.