HILDUR Jakobsdóttir hefur opnað sýningu á verkum sínum í Punktinum við Kaupvangsstræti á Akureyri. Myndirnar eru allar kúnstbróderaðar með ullargarni í ullarjafa, sem hún annaðhvort hefur innrammaðar eða sem skraut á leðurveski.

HILDUR Jakobsdóttir hefur opnað sýningu á verkum sínum í Punktinum við Kaupvangsstræti á Akureyri. Myndirnar eru allar kúnstbróderaðar með ullargarni í ullarjafa, sem hún annaðhvort hefur innrammaðar eða sem skraut á leðurveski.

Hildur útskrifaðist úr Håndarbejdes Fremme í Danmörku 1953. Hún kenndi handavinnu í 15 ár í grunnskólanum á Hvammstanga. Er þetta fyrsta einkasýning Hildar en hún hefur í mörg ár selt listmuni sína í Bardúsa, handverkshúsi Húnvetninga á Hvammstanga.

Sýningin verður opin á afgreiðslutíma Punktsins, sem er alla virka daga kl. 19-17 og mánudags- og miðvikudagskvöld kl. 19-22, út mánuðinn.