KVÖLDVAKA með blandaðri dagskrá verður í Skriðuklaustri í Fljótshlíð laugardagskvöldið 7. apríl. Sigurður Blöndal, fyrrum skógræktarstjóri, sýnir litskyggnur frá L'Anse aux Meadows á Nýfundnalandi og segir frá heimsókn sinni þangað síðasta sumar.

KVÖLDVAKA með blandaðri dagskrá verður í Skriðuklaustri í Fljótshlíð laugardagskvöldið 7. apríl.

Sigurður Blöndal, fyrrum skógræktarstjóri, sýnir litskyggnur frá L'Anse aux Meadows á Nýfundnalandi og segir frá heimsókn sinni þangað síðasta sumar.

Hrefna Róbertsdóttir sagnfræðingur segir frá austfirskum vefurum og ullarvinnslu á 18. öld. Þá mun Muff Wurden tónlistarkennari flytja tónlist frá ýmsum löndum.

Skúli Björn Gunnarsson forstöðumaður les kvæði sem fjalla um Fljótsdalinn eða Fljótsdælinga.

Dagskráin hefst kl. 20.30 og aðgangseyrir er 500 kr. Klausturkaffi verður opið í tengslum við kvöldvökuna.