NEMENDUR blómaskreytingabrautar Garðyrkjuskóla ríkisins, Reykjum í Ölfusi, verða á ferðinni í Kringlunni laugardaginn 7. apríl. Þar ætla þeir að vera með sýnikennslu í blómaskreytingum frá kl.

NEMENDUR blómaskreytingabrautar Garðyrkjuskóla ríkisins, Reykjum í Ölfusi, verða á ferðinni í Kringlunni laugardaginn 7. apríl.

Þar ætla þeir að vera með sýnikennslu í blómaskreytingum frá kl. 11 til 17 fyrir framan ÁTVR á jarðhæð, og fræða gesti Kringlunnar um námið á brautinni og kynna opið hús í skólanum sem nemendur standa fyrir á sumardaginn fyrsta, 19. apríl, og laugardaginn 21. apríl. Þar verður m.a. blómasýning á vegum blómaskreytingabrautar.