LÝST er eftir vitnum að umferðaróhappi er varð á bifreiðaplani við hús nr. 6 í Hraunbergi, þriðjudaginn 3. apríl kl.15.08.
LÝST er eftir vitnum að umferðaróhappi er varð á bifreiðaplani við hús nr. 6 í Hraunbergi, þriðjudaginn 3. apríl kl.15.08. Þarna mun blárri fólksbifreið af gerðinni Subaru station hafa verið ekið utan í tvær bifreiðir, bláa fólksbifreið af gerðinni Mazda 323 og gráa fólksbifreið af gerðinni Mitsubishi Pajero. Tjónvaldur ók síðan af vettvangi. Þeir sem upplýsingar geta veitt um mál þetta eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við lögregluna í Reykjavík.
Ekið á Toyota-bifreið í Bláfjöllum
Miðvikudaginn 4. apríl 2001 var ekið á bifreiðina R-72077, sem er Toyota Corolla, fólksbifreið, rauð að lit. Atvikið átti sér stað í Bláfjöllum á milli kl. 15 og 16. Vitni að atvikinu, svo og tjónvaldur, eru beðin um að hafa samband við lögregluna í Reykjavík.