GIGTARFÉLAG Íslands stendur fyrir gönguferð um Laugardalinn laugardaginn 7. apríl kl. 11 og verður gengið frá húsakynnum félagsins í Ármúla 5. Gert er ráð fyrir fremur þægilegri klukkutíma langri göngu sem ætti að henta flestum.
GIGTARFÉLAG Íslands stendur fyrir gönguferð um Laugardalinn laugardaginn 7. apríl kl. 11 og verður gengið frá húsakynnum félagsins í Ármúla 5. Gert er ráð fyrir fremur þægilegri klukkutíma langri göngu sem ætti að henta flestum.
Einn af kennurum hópþjálfunar gengur með hópnum og sér um létta upphitun í byrjun og teygjur í lokin. Öllum er frjáls þátttaka, bæði félagsmönnum GÍ og öðrum. Ekkert gjald.