MARGIR VILDU HANN FEIGAN Skjaldborg gefur út bók Kristjáns Péturssonar, löggæzlumanns SKJALDBORG hefur gefið út bókina "Margir vildu hann feigan ­ Kristján Pétursson, lög gæzlumaður segir frá". Jóhanna G. Erlingsdóttir bjó bókina til prentunar.

MARGIR VILDU HANN FEIGAN Skjaldborg gefur út bók Kristjáns Péturssonar, löggæzlumanns

SKJALDBORG hefur gefið út bókina "Margir vildu hann feigan ­ Kristján Pétursson, lög gæzlumaður segir frá". Jóhanna G. Erlingsdóttir bjó bókina til prentunar.

Í umsögn útgáfunnar um bókina segir:

"Kristján Pétursson er þekktasti löggæslumaður seinni ára. Hann starfaði sem lögreglumaður á Keflavíkurflugvelli og síðan sem deildarstjóri Tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli. Hann er þó þekktastur fyrir störf sín við rannsóknir á helstu sakamálum síðari ára. Hann fór oftast sínar eigin leiðir og lét ekki hótanir eða pólitískan þrýsting hafa áhrif á störf sín.

Það eru örugglega margir sem vildu að þessi bók kæmi ekki út, ekki síst þeir sem eru sekir, en sluppu vegna ónógra sannana eða voru í náð hjá háttsettum embættismönnum.

Kristján segir frá tilraunum sakamanna til þess að svipta hann lífi þegar fór að hitna undir þeim.

Kristján var fyrstur til að vekja athygli á því að fíkniefnum væri smyglað til landsins. Hann segir frá KGB-mönnum sem voru starfsmenn sendiráðs Sovétríkjanna og stunduðu njósnir hér álandi, birtar eru myndir af mörgum þeirra. Bók þessi er hörð ádeila á kerfið, sérstaklega fyrir þær sakir að höfundur hefur fyrir löngu sannfærst um, að það eru ekki allir jafnir fyrir íslenskum lögum."

"Margir vildu hann feigan" er 230 blaðsíður að stærð, prentuð hjá G. Ben. prentstofu hf. Fjöldi mynda er í bókinni.

Kristján Pétursson