Tilraunastöðin á Reykhólum er hætt störfum Reykhólum. NÚ UM þessar mundir er Tilraunastöðin á Reykhólum að leggja niður starfsemi sína. Tilraunastöðin á Reykhólum var sett á stofn með lögum 1944 og tók hún til starfa árið 1947.

Tilraunastöðin á Reykhólum er hætt störfum Reykhólum.

NÚ UM þessar mundir er Tilraunastöðin á Reykhólum að leggja niður starfsemi sína. Tilraunastöðin á Reykhólum var sett á stofn með lögum 1944 og tók hún til starfa árið 1947.

Fyrri tilraunastjóri var Sigurður Elíasson, en hann er fæddur á Krosseyri við Geirþjófsfjörð. Búfræðikandidat frá Búnaðarháskól anum í Kaupmannahöfn og lands ráðunautur í sauðfjárrækt í Danmörku. Sigurður varð tilraunastjóri 1946. Sigurður byggði upp tilraunastöðina af miklum dugnaði og vann jafnframt að ýmsum menningarmálum og stóð fyrir unglingaskóla um árabil.

Ingi Garðar Sigurðsson tók síðan við Tilraunastöðinni 1963. Ingi er fæddur á Litlu-Giljá í Austur-Húna vatnssýslu. Búfræðikandidat frá Hvanneyri. Vann hjá Búnaðarsambandi Eyfirðinga þar til hann tók við Tilraunastöðinni. Auk starf síns sem tilraunastjóri vann hann mikið að félagsmálum. Var alllengi oddviti í Reykhólahreppi, hreppstjóri í Reykhólahreppi um langt skeið. Formaður sóknarnefndar Reykhólahrepps.

Báðir tilraunastjórarnir höfðu áhuga á ræktun hreinhvítrar ullar og oftast við lítinn skilning bændaog ráðamanna hjá RALA. Þessir tveir menn verða að teljast hafa verið á undan sínum tíma. Hinsvegar er tilraunastöðin til í lögum ennþá, en búið er að selja Tilraunastöðina og keypti Reykhólahreppur allar eignir. Reykhólahreppur hefur selt fyrrverandi ráðsmanni Tilraunastöðvarinnar, Jónasi Samúelssyni, sauðfé og fjárhús, en leigir honum tún.

Aðalstöðvar Reykhólahrepps verða fluttar í Tilraunastöðina og flytur sveitarstjóri, Bjarni P. Magnússon, þangað.

Tilraunastöðin hefur starfað hérí 40 ár. Síðustu árin hefur hún verið í algjöru fjársvelti og öll starfsemi á niðurleið.

­ Sveinn